Við viljum láta náttúruna njóta vafans og reynum að endurnýta sem allra mest af því sem til fellur í búskapnum.

Húsnæði er hitað með jarðhita auk rafmagns og olíukynding er til staðar í öryggisskyni. Plastumbúðir utan af aðföngum eru sendar til endurvinnslu. Kjúklingaskítur, sem er blanda af driti, spónum og vatni, er einn besti áburður sem til er og hann er þess vegna nýttur sem slíkur. Við notum eingöngu hreinsiefni sem eru viðurkennd sem óskaðleg fyrir umhverfið.